Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 22. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta, gaman að spila á Englandi. Hópurinn er flottur og gaman að vera komnar aftur saman. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar," sagði Dagný.

„Við erum á svolítið misjöfnum stöðum. Einhverjar eru búnar að vera í vetrardeildum, einhverjar eru búnar að vera spila á fullu. Vonandi setja Steini og Ási upp í einhverja skemmtilega æfingu."

Dagný spilar með West Ham á Englandi þar sem er vetrardeild. Síðustu vikur hefur hluti landsliðsins æft á Laugardalsvelli þar sem þær hafa spilað þrjár á móti þremur og tvær á móti tveimur.

„Cessa er búin að vera útspilari og Ási þjálfari [verið með]. Eins gaman og það er að spila á litlu svæði en þá viðurkenni ég að okkur var farið að hlakka til að hitta allan hópinn, spila á stærra svæði og gera aðeins öðruvísi æfingar."

Ertu með einhverjar væntingar fyrir EM?

„Ég tel okkur allavega vera með nægilega sterkt lið til að komast upp úr riðlinum. Ég viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það. Mig langar að komast upp úr riðlinum," sagði Dagný.

Nánar var rætt við hana og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner