Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 22. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta, gaman að spila á Englandi. Hópurinn er flottur og gaman að vera komnar aftur saman. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar," sagði Dagný.

„Við erum á svolítið misjöfnum stöðum. Einhverjar eru búnar að vera í vetrardeildum, einhverjar eru búnar að vera spila á fullu. Vonandi setja Steini og Ási upp í einhverja skemmtilega æfingu."

Dagný spilar með West Ham á Englandi þar sem er vetrardeild. Síðustu vikur hefur hluti landsliðsins æft á Laugardalsvelli þar sem þær hafa spilað þrjár á móti þremur og tvær á móti tveimur.

„Cessa er búin að vera útspilari og Ási þjálfari [verið með]. Eins gaman og það er að spila á litlu svæði en þá viðurkenni ég að okkur var farið að hlakka til að hitta allan hópinn, spila á stærra svæði og gera aðeins öðruvísi æfingar."

Ertu með einhverjar væntingar fyrir EM?

„Ég tel okkur allavega vera með nægilega sterkt lið til að komast upp úr riðlinum. Ég viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það. Mig langar að komast upp úr riðlinum," sagði Dagný.

Nánar var rætt við hana og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner