Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 28. júní 2022 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Varð hrædd en allt fór á besta veg - „Finn ekki fyrir þessu lengur"
Icelandair
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur leyst stöðu hægri bakvarðar í síðustu landsleikjum.
Hefur leyst stöðu hægri bakvarðar í síðustu landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu.
Guðný og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarjaxlinn Guðný Árnadóttir er klár í slaginn fyrir Evrópumótið. Hún var tæp þegar hún var valin í hópinn en er núna búinn að ná sér af meiðslunum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir liðið.

„Við erum svolítið þreyttar eftir ferðalagið en annars góðar. Við tókum góða æfingu í dag og það er góð stemning í hópnum,” sagði Guðný við Fótbolta.net í kvöld.

Hún segir stöðuna á sér góða. „Ég er öll að koma til og er byrjuð að æfa á fullu núna. Þetta lítur vel út. Þetta leit ekki vel út þegar þetta gerðist fyrst en þetta er allt á réttri leið og ég finn ekki fyrir þessu lengur.”

Hvað var það sem gerðist nákvæmlega? „Þetta var smá ‘contact’ í leik - við spörkuðum í boltann á sama tíma og hnéð beygist einhvern veginn inn á við. Ég tognaði á liðbandi í hnénu en það var ekkert rosalega alvarlegt.”

„Þetta gerðist í lokin á tímabilinu og ég varð smá hrædd, en það kom það besta út úr myndatökunni. Þetta var frekar ‘scary’ - líka því ég hef aldrei meiðst á hné áður og ég vissi ekki hvað þetta var. Ég hafði ekki fulla stjórn og var skíthrædd, en þau voru mjög bjartsýn á að þetta yrði allt í lagi þarna úti og pössuðu upp á mig.”

„Ég hef verið á fullu að vinna í þessu frá því þetta gerðist og er núna orðin 100 prósent myndi ég segja; ég verð bara að venjast á æfingum og komast inn í þetta.”

Hún getur jafnvel spilað í vináttulandsleiknum gegn Póllandi á morgun. „Það væri kannski full fljótt, en ég myndi ekki neita því að fá að spila nokkrar mínútur. Það verður að koma í ljós.”

Er hjá einu stærsta félagi Ítalíu
Guðný hefur undanfarin ár leikið með AC Milan, sem er eitt stærsta félag Ítalíu. Hún verður þar áfram á næstu leiktíð, eða gerir allavega ráð fyrir því.

„Mér líður vel þarna og hef komist ágætlega inn í þetta. Ég hef spilað meirihlutann af leikjunum en vil samt fá stærra hlutverk. Þetta er risa félag og það er gaman að vera þarna. Ég er búin að læra fullt.”

Hlutverk hennar er svolítið öðruvísi hjá AC Milan þar sem hún hefur mest verið að leika sem hægri hafsent í þriggja manna vörn. Í íslenska landsliðinu hefur hún verið að leysa stöðu hægri bakvarðar.

„Ég fékk líka að spila smá sem vængbakvörður þarna úti og það var geggjað. Þegar ég spila hægra megin í þriggja manna vörn þá er það meira líkt því að vera bakvörður en að spila í tveggja hafsenta kerfi. Það er bara fínt sko. Ég hef spilað meira sem miðvörður og mér finnst ég kunna það aðeins betur, en hitt er skemmtilegt líka. Mér finnst gaman að fá að taka þátt í sóknarleiknum.”

„Mér langar að fá stærra hlutverk og gera betur. Ég er með samning áfram og verð áfram,” segir Guðný í viðtalinu sem má sjá hér að fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner