Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 22. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel, við erum loksins að koma saman allur hópurinn - í fyrsta sinn eru allir með. Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní, æfðum nokkrar saman, þannig það er stemning fyrir æfingunni í dag allavega," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Þær sem spila í vetrardeildum mættu snemma í júní og æfðu saman eftir heimkomu til Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá því í viðtali fyrr í vikunni að þær hefðu mikið spilað þrjár á móti þremur. Hver var öflugust?

„Ég ætla segja að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir] hafi verið öflugust, hún mátti ekki vera í marki út af hendi þannig hún var útileikmaður og stóð sig ótrúlega vel miðað við það."

Finnuru mun á andanum fyrir þetta stórmót og það síðasta [EM 2017 í Hollandi]?

„Já og nei. Ég held það sé rólegri stemning almennt. Við erum með reynslumeiri hóp, með leikmenn sem eru að spila í stærri deildum og erum vanari þessu áreiti og pressu sem fylgir. Fókusinn núna er á æfingaleik á móti Póllandi."

Finnst þér liðið á öðrum stað þegar kemur að því að stjórna leikjum?

„Já, mér finnst við orðnar töluvert betri í því að vera með boltann og skapa okkur færi með boltann, ekki bara eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst við hafa tekið skref þar fram á við sem er mjög mikilvægt og við þurfum að halda áfram á þeirri þróun, megum ekki fara aftur í gamla pakkann að pakka í vörn. Við erum með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir í að halda í boltann og við þurfum að nýta okkur þetta og halda áfram að þróa það," sagði Glódís.

Hún ræðir meira um EM á Englandi, tímabilið með Bayern í Þýskalandi í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Hún var einnig spurð meira út í Cecilíu.
Athugasemdir
banner
banner