Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 22. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel, við erum loksins að koma saman allur hópurinn - í fyrsta sinn eru allir með. Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní, æfðum nokkrar saman, þannig það er stemning fyrir æfingunni í dag allavega," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Þær sem spila í vetrardeildum mættu snemma í júní og æfðu saman eftir heimkomu til Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá því í viðtali fyrr í vikunni að þær hefðu mikið spilað þrjár á móti þremur. Hver var öflugust?

„Ég ætla segja að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir] hafi verið öflugust, hún mátti ekki vera í marki út af hendi þannig hún var útileikmaður og stóð sig ótrúlega vel miðað við það."

Finnuru mun á andanum fyrir þetta stórmót og það síðasta [EM 2017 í Hollandi]?

„Já og nei. Ég held það sé rólegri stemning almennt. Við erum með reynslumeiri hóp, með leikmenn sem eru að spila í stærri deildum og erum vanari þessu áreiti og pressu sem fylgir. Fókusinn núna er á æfingaleik á móti Póllandi."

Finnst þér liðið á öðrum stað þegar kemur að því að stjórna leikjum?

„Já, mér finnst við orðnar töluvert betri í því að vera með boltann og skapa okkur færi með boltann, ekki bara eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst við hafa tekið skref þar fram á við sem er mjög mikilvægt og við þurfum að halda áfram á þeirri þróun, megum ekki fara aftur í gamla pakkann að pakka í vörn. Við erum með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir í að halda í boltann og við þurfum að nýta okkur þetta og halda áfram að þróa það," sagði Glódís.

Hún ræðir meira um EM á Englandi, tímabilið með Bayern í Þýskalandi í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Hún var einnig spurð meira út í Cecilíu.
Athugasemdir
banner
banner