Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 22. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel, við erum loksins að koma saman allur hópurinn - í fyrsta sinn eru allir með. Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní, æfðum nokkrar saman, þannig það er stemning fyrir æfingunni í dag allavega," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Þær sem spila í vetrardeildum mættu snemma í júní og æfðu saman eftir heimkomu til Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá því í viðtali fyrr í vikunni að þær hefðu mikið spilað þrjár á móti þremur. Hver var öflugust?

„Ég ætla segja að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir] hafi verið öflugust, hún mátti ekki vera í marki út af hendi þannig hún var útileikmaður og stóð sig ótrúlega vel miðað við það."

Finnuru mun á andanum fyrir þetta stórmót og það síðasta [EM 2017 í Hollandi]?

„Já og nei. Ég held það sé rólegri stemning almennt. Við erum með reynslumeiri hóp, með leikmenn sem eru að spila í stærri deildum og erum vanari þessu áreiti og pressu sem fylgir. Fókusinn núna er á æfingaleik á móti Póllandi."

Finnst þér liðið á öðrum stað þegar kemur að því að stjórna leikjum?

„Já, mér finnst við orðnar töluvert betri í því að vera með boltann og skapa okkur færi með boltann, ekki bara eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst við hafa tekið skref þar fram á við sem er mjög mikilvægt og við þurfum að halda áfram á þeirri þróun, megum ekki fara aftur í gamla pakkann að pakka í vörn. Við erum með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir í að halda í boltann og við þurfum að nýta okkur þetta og halda áfram að þróa það," sagði Glódís.

Hún ræðir meira um EM á Englandi, tímabilið með Bayern í Þýskalandi í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Hún var einnig spurð meira út í Cecilíu.
Athugasemdir
banner
banner