Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 22. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel, við erum loksins að koma saman allur hópurinn - í fyrsta sinn eru allir með. Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní, æfðum nokkrar saman, þannig það er stemning fyrir æfingunni í dag allavega," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Þær sem spila í vetrardeildum mættu snemma í júní og æfðu saman eftir heimkomu til Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá því í viðtali fyrr í vikunni að þær hefðu mikið spilað þrjár á móti þremur. Hver var öflugust?

„Ég ætla segja að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir] hafi verið öflugust, hún mátti ekki vera í marki út af hendi þannig hún var útileikmaður og stóð sig ótrúlega vel miðað við það."

Finnuru mun á andanum fyrir þetta stórmót og það síðasta [EM 2017 í Hollandi]?

„Já og nei. Ég held það sé rólegri stemning almennt. Við erum með reynslumeiri hóp, með leikmenn sem eru að spila í stærri deildum og erum vanari þessu áreiti og pressu sem fylgir. Fókusinn núna er á æfingaleik á móti Póllandi."

Finnst þér liðið á öðrum stað þegar kemur að því að stjórna leikjum?

„Já, mér finnst við orðnar töluvert betri í því að vera með boltann og skapa okkur færi með boltann, ekki bara eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst við hafa tekið skref þar fram á við sem er mjög mikilvægt og við þurfum að halda áfram á þeirri þróun, megum ekki fara aftur í gamla pakkann að pakka í vörn. Við erum með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir í að halda í boltann og við þurfum að nýta okkur þetta og halda áfram að þróa það," sagði Glódís.

Hún ræðir meira um EM á Englandi, tímabilið með Bayern í Þýskalandi í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Hún var einnig spurð meira út í Cecilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner