Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 20. júní 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Auðvitað yrðu það vonbrigði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið kom saman í dag þegar tuttugu dgar eru í fyrsta leik á EM - gegn Belgíu þann 10. júlí. EM fer fram á Englandi og er Ísland með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu í riðli.

Sara er á leið á sitt fjórða stórmót með landsliðinu. „Það er [mikill munur], í kringum EM sjálft líka, þetta er orðið miklu stærra. Þróunin er orðin rosamikil, áhuginn og allt saman."

Sara kom inn í landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tæplega eins og hálfs fjarveru frá landsiðinu. Í millitíðinni eignaðist Sara sitt fyrsta barn. Hvernig horfir samkeppnin um sæti í liðinu við henni?

„Stelpurnar eru búnar að standa sig ótrúlega vel. Það er mikil samkeppni, sérstaklega á miðjunni og ég verð að sýna að ég eigi að vera í liðinu."

„Auðvitað yrðu það vonbrigði, það eru alltaf vonbrigði að vera á bekknum."


Sara er vön því að vera bera fyrirliðabandið með landsliðinu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur borið það í fjarveru Söru og hún var einnig með það í síðasta verkefni. „Það er ekki búið að ákveða það. Ég var fyrirliði áður en ég fór í barneignarfrí og svo tók Gunný við og er búin að standa sig frábærlega," sagði Sara.

Hún var í lok viðtals spurð út í stöðu sína á félagsliðaferlinum en fyrir liggur að hún verður ekki áfram hjá Lyon í Frakklandi.
Athugasemdir
banner