Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 20. júní 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Auðvitað yrðu það vonbrigði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið kom saman í dag þegar tuttugu dgar eru í fyrsta leik á EM - gegn Belgíu þann 10. júlí. EM fer fram á Englandi og er Ísland með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu í riðli.

Sara er á leið á sitt fjórða stórmót með landsliðinu. „Það er [mikill munur], í kringum EM sjálft líka, þetta er orðið miklu stærra. Þróunin er orðin rosamikil, áhuginn og allt saman."

Sara kom inn í landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tæplega eins og hálfs fjarveru frá landsiðinu. Í millitíðinni eignaðist Sara sitt fyrsta barn. Hvernig horfir samkeppnin um sæti í liðinu við henni?

„Stelpurnar eru búnar að standa sig ótrúlega vel. Það er mikil samkeppni, sérstaklega á miðjunni og ég verð að sýna að ég eigi að vera í liðinu."

„Auðvitað yrðu það vonbrigði, það eru alltaf vonbrigði að vera á bekknum."


Sara er vön því að vera bera fyrirliðabandið með landsliðinu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur borið það í fjarveru Söru og hún var einnig með það í síðasta verkefni. „Það er ekki búið að ákveða það. Ég var fyrirliði áður en ég fór í barneignarfrí og svo tók Gunný við og er búin að standa sig frábærlega," sagði Sara.

Hún var í lok viðtals spurð út í stöðu sína á félagsliðaferlinum en fyrir liggur að hún verður ekki áfram hjá Lyon í Frakklandi.
Athugasemdir
banner