Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 20. júní 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Auðvitað yrðu það vonbrigði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið kom saman í dag þegar tuttugu dgar eru í fyrsta leik á EM - gegn Belgíu þann 10. júlí. EM fer fram á Englandi og er Ísland með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu í riðli.

Sara er á leið á sitt fjórða stórmót með landsliðinu. „Það er [mikill munur], í kringum EM sjálft líka, þetta er orðið miklu stærra. Þróunin er orðin rosamikil, áhuginn og allt saman."

Sara kom inn í landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tæplega eins og hálfs fjarveru frá landsiðinu. Í millitíðinni eignaðist Sara sitt fyrsta barn. Hvernig horfir samkeppnin um sæti í liðinu við henni?

„Stelpurnar eru búnar að standa sig ótrúlega vel. Það er mikil samkeppni, sérstaklega á miðjunni og ég verð að sýna að ég eigi að vera í liðinu."

„Auðvitað yrðu það vonbrigði, það eru alltaf vonbrigði að vera á bekknum."


Sara er vön því að vera bera fyrirliðabandið með landsliðinu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur borið það í fjarveru Söru og hún var einnig með það í síðasta verkefni. „Það er ekki búið að ákveða það. Ég var fyrirliði áður en ég fór í barneignarfrí og svo tók Gunný við og er búin að standa sig frábærlega," sagði Sara.

Hún var í lok viðtals spurð út í stöðu sína á félagsliðaferlinum en fyrir liggur að hún verður ekki áfram hjá Lyon í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner