Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mán 20. júní 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Auðvitað yrðu það vonbrigði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið kom saman í dag þegar tuttugu dgar eru í fyrsta leik á EM - gegn Belgíu þann 10. júlí. EM fer fram á Englandi og er Ísland með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu í riðli.

Sara er á leið á sitt fjórða stórmót með landsliðinu. „Það er [mikill munur], í kringum EM sjálft líka, þetta er orðið miklu stærra. Þróunin er orðin rosamikil, áhuginn og allt saman."

Sara kom inn í landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tæplega eins og hálfs fjarveru frá landsiðinu. Í millitíðinni eignaðist Sara sitt fyrsta barn. Hvernig horfir samkeppnin um sæti í liðinu við henni?

„Stelpurnar eru búnar að standa sig ótrúlega vel. Það er mikil samkeppni, sérstaklega á miðjunni og ég verð að sýna að ég eigi að vera í liðinu."

„Auðvitað yrðu það vonbrigði, það eru alltaf vonbrigði að vera á bekknum."


Sara er vön því að vera bera fyrirliðabandið með landsliðinu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur borið það í fjarveru Söru og hún var einnig með það í síðasta verkefni. „Það er ekki búið að ákveða það. Ég var fyrirliði áður en ég fór í barneignarfrí og svo tók Gunný við og er búin að standa sig frábærlega," sagði Sara.

Hún var í lok viðtals spurð út í stöðu sína á félagsliðaferlinum en fyrir liggur að hún verður ekki áfram hjá Lyon í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner