Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 20. júní 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Auðvitað yrðu það vonbrigði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið kom saman í dag þegar tuttugu dgar eru í fyrsta leik á EM - gegn Belgíu þann 10. júlí. EM fer fram á Englandi og er Ísland með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu í riðli.

Sara er á leið á sitt fjórða stórmót með landsliðinu. „Það er [mikill munur], í kringum EM sjálft líka, þetta er orðið miklu stærra. Þróunin er orðin rosamikil, áhuginn og allt saman."

Sara kom inn í landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tæplega eins og hálfs fjarveru frá landsiðinu. Í millitíðinni eignaðist Sara sitt fyrsta barn. Hvernig horfir samkeppnin um sæti í liðinu við henni?

„Stelpurnar eru búnar að standa sig ótrúlega vel. Það er mikil samkeppni, sérstaklega á miðjunni og ég verð að sýna að ég eigi að vera í liðinu."

„Auðvitað yrðu það vonbrigði, það eru alltaf vonbrigði að vera á bekknum."


Sara er vön því að vera bera fyrirliðabandið með landsliðinu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur borið það í fjarveru Söru og hún var einnig með það í síðasta verkefni. „Það er ekki búið að ákveða það. Ég var fyrirliði áður en ég fór í barneignarfrí og svo tók Gunný við og er búin að standa sig frábærlega," sagði Sara.

Hún var í lok viðtals spurð út í stöðu sína á félagsliðaferlinum en fyrir liggur að hún verður ekki áfram hjá Lyon í Frakklandi.
Athugasemdir
banner