Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. september 2022 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley fær Dervisoglu frá Brentford (Staðfest)
Mynd: Burnley
Burnley hefur fengið sóknarmanninn Halil Dervisoglu í sínar raðir frá Brentford. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Dervisoglu kemur á láni út tímabilið og kemur til með að auka breiddina í sóknarlínu Burnley. Hann er fimmtándi leikmaðurinn sem Burnley fær til sín í sumar.

Dervisoglu er 22 ára og kom til Brentford árið 2019 frá Spörtu í Rotterdam. Hann hefur síðustu tvö tímabil á láni frá Brentford, fyrst hjá Twente í Hollandi og svo hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Dervisoglu var í tyrkneska landsliðshópnum á EM í fyrra og hefur alls skorað sex mörk í þrettán landsleikjum. Hjá Burnley verður Dervisoglu liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner