Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög eftirsóttur miðvörður framlengir við Leipzig (Staðfest)
Búinn að framlengja
Búinn að framlengja
Mynd: EPA
Josko Gvardiol er miðvörður RB Leipzig og króatíska landsliðsins. Hann hefur talsvert verið orðaður í burtu frá Leipzig í sumar en hann hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið.

Nýi samningurinn gildir fram á sumarið 2027. Gvardiol er tvítugur og hefur þegar leikið tíu A-landsleiki.

Atletico Madrid, Chelsea og Tottenham voru öll sögð vera áhugasöm um að fá Gvardiol í sínar raðir í sumar.

Chelsea ætlaði sér að kaupa hann og lána hann til Leipzig út þetta tímabil.

Gvardiol kom til Leipzig frá Dinamo Zagreb árið 2020. Hann hefur tvisvar sinnum orðið króatískur meistari á sínum ferli og varð í vor þýskur bikarmeistari með Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner