Svíinn efnilegi Lucas Bergvall var í byrjunarliði Tottenham sem tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Bergvall fékk þó ekki að spila lengi því honum var skipt af velli eftir aðeins sjö mínútna leik, þvert gegn eigin vilja.
Bergvall fékk boltann í hausinn og lagðist í jörðina. Liðslæknirinn skoðaði hann og taldi leikmanninn sýna skýr merki um að vera með heilahristing. Bergvall þurfti því að fara af velli, en hann var alls ekki sáttur þegar hann heyrði af ákvörðuninni.
Xavi Simons kom inn af bekknum í hans stað og átti ekki góðan leik. Hann gaf til að mynda slaka sendingu til baka á Micky van de Ven sem gerði andstæðingunum kleift að vinna boltann hátt á vellinum og skora eina mark leiksins.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Full incident of Lucas Bergvall concussion
byu/977x insoccer
Lucas Bergvall is angry at the team doctor for being subbed off due to a concussion
byu/oklolzzzzs insoccer
og eftir að hafa verið skoðaður af læknateyminu var ákveðið að
Athugasemdir



