Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 09:12
Elvar Geir Magnússon
Ástralskur markvörður til Keflavíkur (Staðfest)
Jonathan Faerber og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur.
Jonathan Faerber og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur.
Mynd: Keflavík
Hávaxinn ástralskur markvörður, Jonathan Faerber, hefur samið við nýliða Keflavíkur í Pepsi-deildinni.

Faerber verður þrítugur síðar í þessum mánuði en hann varði mark Reynis í Sandgerði á síðasta tímabili.

Hann spilaði alla 18 leiki Reynismanna í 3. deildinni í fyrra og fékk á sig 42 mörk þegar liðið féll niður í neðstu deild.

„Jon gerði samning við Keflavík út 2018. Hann er stór og mikill markvörður og mun veita Sindra Kristni samkeppni um markvarðarstöðuna," segir í tilkynningu á Facebook svæði Keflavíkur.

Keflavík hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og leikur því í Pepsi-deildinni í sumar. Hinn 21 árs Sindri Kristinn Ólafsson er aðalmarkvörður liðsins.

Liðið heimsækir Stjörnuna í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar 28. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner