Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 08. júlí 2019 21:48
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Ég er bara ánægður að vinna leik
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann 1-0 sigur á Víkingi á Kaplakrikavelli í 12.umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði að það var mjög sætt að vinna loksins leik og nú væri þungu fargi af þeim létt.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

„Ég er bara ánægður með að vinna leik, við erum búnir að vera í brasi með að vinna leik í deild undanfarið. Það er engin launung að það setur aukna pressu á okkur og í bili er þeirri pressu létt af okkur þangað til í næsta leik. Mér fannst miðað við erfiðið og taktinn í leikinn að ná marki úr föstu leikatriði virkilega sætt og sitja eftir leik með 3 stig."

Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon hafa verið að glíma við meiðsli í upphafi móts en eru farnir að spila. Ólafur hrósar Davíð sérstaklega fyrir að spila eins og herforingi þrátt fyrir að vera enn að glíma við hnémeiðsli. Kristinn Steindórsson meiddist á æfingu og var þess vegna ekki með í kvöld að sögn Ólafs.

„Frábært að fá þá inn í liðið, Davíð sýnir frábæran karakter þegar liðið þarf á því að halda og stígur upp. Hann er ekki góður í hnéinu en hann lætur sig hafa það og spilar eins og herforingi. Lennon er líka búinn að fá fleiri og fleiri mínútur eftir að hafa verið í brasi í upphafi móts þannig að það er ágætis gangur í því. Kristinn datt á öxlina og tognaði á æfingu á laugardaginn og var ekki klár í leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner