Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mið 08. júlí 2020 22:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvaro: Komu ekki til að spila fótbolta - 100% víti
Lengjudeildin
Alvaro var ósáttur í leikslok.
Alvaro var ósáttur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur, þeir komu til að spila sinn leik sem er ekki að spila fótbolta. Þeir vildu vera í jörðinni að tefja og þeir skoruðu eitt mark. Þeir unnu og þá held ég að þeir eigi það skilið," sagði Alvaro Montejo, framherji Þórsara, eftir 0-1 tap gegn Vestra í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Leikurinn fékk lítið að fljóta í kvöld og var Alvaro spurður hvort það hefði haft mikil áhrif á sóknarleik heimamanna.

„Já. Alltaf þegar við fengum boltann voru þeir að brjóta og tefja leikinn. Dómarinn leyfði þeim það. Það var mjög erfitt að spila fótbolta í kvöld."

Þórsarar vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Jónas Björgvin á skot í hendi varnarmanns Vestra. Hvað fannst Alvaro um það?

„100% víti. En eins og ég segi þá var dómarinn ekki með okkur í dag og teymið leyfði Vestra að stöðva allar sóknir Þórsara með öllum leiðum. Það má segja að við höfum barist á móti öllu og unnum ekki."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og Alvaro virtist vera miðjan í þeim hita. Hann var spurður út í hvað hefði gerst.

„Ekkert, bara orðaskipti. Þetta er bara fótbolti og varð ekkert meira," sagði Alvaro að lokum.

Viðtali í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner