Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 08. júlí 2020 22:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvaro: Komu ekki til að spila fótbolta - 100% víti
Lengjudeildin
Alvaro var ósáttur í leikslok.
Alvaro var ósáttur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur, þeir komu til að spila sinn leik sem er ekki að spila fótbolta. Þeir vildu vera í jörðinni að tefja og þeir skoruðu eitt mark. Þeir unnu og þá held ég að þeir eigi það skilið," sagði Alvaro Montejo, framherji Þórsara, eftir 0-1 tap gegn Vestra í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Leikurinn fékk lítið að fljóta í kvöld og var Alvaro spurður hvort það hefði haft mikil áhrif á sóknarleik heimamanna.

„Já. Alltaf þegar við fengum boltann voru þeir að brjóta og tefja leikinn. Dómarinn leyfði þeim það. Það var mjög erfitt að spila fótbolta í kvöld."

Þórsarar vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Jónas Björgvin á skot í hendi varnarmanns Vestra. Hvað fannst Alvaro um það?

„100% víti. En eins og ég segi þá var dómarinn ekki með okkur í dag og teymið leyfði Vestra að stöðva allar sóknir Þórsara með öllum leiðum. Það má segja að við höfum barist á móti öllu og unnum ekki."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og Alvaro virtist vera miðjan í þeim hita. Hann var spurður út í hvað hefði gerst.

„Ekkert, bara orðaskipti. Þetta er bara fótbolti og varð ekkert meira," sagði Alvaro að lokum.

Viðtali í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner