Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. janúar 2023 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vinnuhestur frá Leeds mun spila við hlið Guðlaugs (Staðfest)
Klich í baráttunni við Joao Cancelo.
Klich í baráttunni við Joao Cancelo.
Mynd: EPA
DC United, lið Guðlaugs Victors Pálssonar, hefur fengið öflugan liðsstyrk frá Leeds á Englandi því Mateusz Klich er genginn í raðir bandariska félagsins.

Klich er 32 ára pólskur miðjumaður sem skrifar undir samning út tímabilið 2024 með möguleika á eins árs framlengingu.

„Mateuz er miðjumaður í háum gæðaflokki sem mun koma með reynslu af hæsta getustigi inn í okkar hóp," sagði Wayne Rooney, þjálfari DC United, þegar Klich var kynntur.

„Ég hef fylgst með honum síðan hann hjálpaði Leeds að komast upp í úrvalsdeildina. Yfirsýn hans, sendingageta og markanef mun hjálpa okkur mikið."

Klich er gífurlega vinnusamur miðjumaður sem lék sinn fyrsta leik fyrir Leeds haustið 2017 eftir að hafa komið frá Twente. Alls skoraði hann 24 mörk og lagði upp 21 í 195 leikjum fyrir Leeds. Klich á að baki 41 landsleik fyrir Holland og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Guðlaugur Victor Pálsson er samningsbundinn DC United út tímabilið 2024 og félagið hefur möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar. Hann spilar oftast djúpur á miðjunni í liðinu en hefur einnig spilað í miðverði sem og í hægri bakverði eins og hann hefur gert að undanförnu með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner