Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. mars 2018 10:02
Magnús Már Einarsson
Þjálfari þýska kvennalandsliðsins rekin (Staðfest)
Steffi Jones.
Steffi Jones.
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Steffi Jones, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, hefur verið rekin úr starfi en þýska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Þýskaland er með Íslandi í riðli í undankeppni HM en þessi lið eru að berjast um efsta sæti riðilsins ásamt Tékklandi.

Ísland lagði Þýskaland 3-2 á útivelli í október síðastliðnum. Liðin mætast aftur á Laugardalsvelli þann 1. september.

Þýskaland datt út í 8-liða úrslitum á EM í fyrra og eftir að hafa endað í síðasta sæti á æfingamóti í Bandaríkjunum á dögunum var ákveðið að reka Jones.

Hinn 66 ára gamli Horst Hrubesch stýrir Þýskalandi tímabundið í næstu tveimur leikjum gegn Tékklandi og Slóveníu. Horst var í 16 ár þjálfari U21 árs landsliðs karla hjá Þýskalandi en hann hætti þar árið 2016.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner