Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 13. mars 2018 16:31
Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Albert Watson í KR (Staðfest)
Albert Watson og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Albert Watson og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: KR
Miðvörðurinn Albert Watson er genginn til liðs við KR en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Samningur hans við KR gildir út leiktíðina 2019.

Albert er fæddur 1985 og hefur undanfarin ár leikið fyrir FC Edmonton í Kanada þar sem hann hefur verið fyrirliði liðsins. Albert hóf feril sinn hjá Ballemena United lék þar um árabil, þaðan fór hann til sigursælasta liðs Norður Írlands, Linfield.

Hjá Edmonton spilaði hann 128 leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

Hann kemur til landsins á mánudag og mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með KR gegn Keflavík 24 mars á gervigrasi KR kl.15:00.

KR hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra en hér að neðan má sjá þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópnum síðan Rúnar Kristinsson tók við.

KR

Komnir:
Albert Watson frá Kanada
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Garðar Jóhannsson hættur
Guðmundur Andri Tryggvason í Start
Michael Præst
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon í Selfoss
Tobias Thomsen í Val
Athugasemdir
banner
banner