Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 14. janúar 2019 10:12
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur Hermanns: Ætla mér að komast af bekknum
Icelandair
Hjörtur í leiknum gegn Svíþjóð.
Hjörtur í leiknum gegn Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er alltaf gott að koma saman í landsliðsumhverfi og sérstaklega að kynnast nýjum þjálfara. Það er mikið af nýjum leikmönnum og þetta gerir okkur öllum gott," segir miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson.

Landsliðið æfir þessa dagana í Katar. Á föstudag var gert 2-2 jafntefli í vináttuleik gegn Svíum en á morgun lýkur ferðinni svo með leik gegn Eistlandi.

„Það var súrt að vinna ekki Svía. Við hefðum hæglega getað sett fleiri á þá í fyrri hálfleik. Þeir byrjuðu svo seinni hálfleikinn betur en við. Það þýðir bara að við erum enn meira gíraðir í að gera vel á móti Eistunum."

„Vonandi getum við sýnt enn betri frammistöðu gegn Eistum og sýnt að menn séu búnir að spila sig meira saman."

Hjörtur hefur þurft að bíta í það súra epli að verma varamannabekkinn talsvert mikið hjá Bröndby síðustu mánuði, eftir að hafa verið fastamaður áður.

„Ég er búinn að vera töluvert meira á bekknum en ég hefði viljað. Síðasta hálfa árið hefur ekki spilast eins og ég hafði ætlað mér. Það þýðir ekki að gefast upp, þetta snýst bara um að vinna sér sæti aftur í liðinu. Ef það gengur ekki þá er bara að skoða möguleikana í stöðunni," segir Hjörtur, ákveðinn í að vinna sæti sitt til baka.

„Það er eitthvað sem ég ætla mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner