þri 16. maí 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth festir kaup á Hamed Traore (Staðfest)
Mynd: EPA

Enska úrvalsdeildarfélagið AFC Bournemouth er búið að staðfesta kaup á Hamed Junior Traore, sem kom á láni frá Sassuolo í janúar.


Lánssamningurinn innihélt kaupskyldu og það kemur því engum á óvart að Bournemouth hafi sent þessa tilkynningu frá sér.

Traore gerir samning til 2028 en hann hefur verið meiddur í rúman mánuð eftir að hafa spilað 7 leiki fyrir Bournemouth í vetur.

Traore er fjölhæfur sóknartengiliður sem gerði fína hluti með Sassuolo. Hann þykir hæfileikaríkur en hefur vantað uppá gæðin þegar komið er fyrir framan markið.

Það verður áhugavert að fylgjast með Hamed Traore og Amad Diallo í ensku úrvalsdeildinni, en þeir þóttust vera bræður í nokkur ár og voru líklega partur af mansalshring, sem þolendur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner