þri 16. júlí 2019 20:41 |
|
Sveinn Óli: Rosalega þungu fargi af okkur létt
Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna á Grenivík, var gríðarlega ánægður með 3-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en þetta var annar sigur liðsins á tímabilinu.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 3 Magni
Magnamenn hafa ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heimavelli í deildinni. Liðið hefur unnið einn leik heima og gert fjögur jafntefli.
Liðið tapaði vissulega heimaleiknum sínum gegn Keflavík en sá leikur fór fram í Boganum og því ekki spilaður í gryfjunni á Grenivík.
„Það er svosem ekki spurt að því alltaf hvernig þetta er sótt. Við erum þéttir loksins og búnir að fá ófáa skellina í sumar á útivöllum og alltaf talað um að reyna að þétta raðirnar og gera betur en það tókst í dag. Rosalega þungu fargi af okkur létt," sagði Sveinn Óli við Fótbolta.net
„Ég veit það ekki. Við erum að koma úr leik á móti Þór þar sem við þéttum raðirnar og gerðum vel en við erum búnir að liggja mikið yfir því hvað veldur. Þetta var líka svona síðasta sumar á útivöllum, unnum einn leik þá og viðurkennum að við höfum ekki haft nein svör."
„Bara mjög vel og stutt í næsta. Við erum taplausir heima og við þurfum að reyna að sækja punkta þar. Við erum vonandi komnir betur inn í pakkann og við tókum ekki nema sex stig í fyrri umferðinni í fyrra og erum komnir með sjö núna."
„Það væri ótrúlegt. Við fórum upp úr fallsæti einu sinni fyrir lokaleikinn í fyrra í 20 mínútur. Það er heima næst og áfram gakk, það er vinna 7 í fyrramálið en það er auðveldara að mæta núna með þrjú stig á bakinu," sagði hann í lokin.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 3 Magni
Magnamenn hafa ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heimavelli í deildinni. Liðið hefur unnið einn leik heima og gert fjögur jafntefli.
Liðið tapaði vissulega heimaleiknum sínum gegn Keflavík en sá leikur fór fram í Boganum og því ekki spilaður í gryfjunni á Grenivík.
„Það er svosem ekki spurt að því alltaf hvernig þetta er sótt. Við erum þéttir loksins og búnir að fá ófáa skellina í sumar á útivöllum og alltaf talað um að reyna að þétta raðirnar og gera betur en það tókst í dag. Rosalega þungu fargi af okkur létt," sagði Sveinn Óli við Fótbolta.net
„Ég veit það ekki. Við erum að koma úr leik á móti Þór þar sem við þéttum raðirnar og gerðum vel en við erum búnir að liggja mikið yfir því hvað veldur. Þetta var líka svona síðasta sumar á útivöllum, unnum einn leik þá og viðurkennum að við höfum ekki haft nein svör."
„Bara mjög vel og stutt í næsta. Við erum taplausir heima og við þurfum að reyna að sækja punkta þar. Við erum vonandi komnir betur inn í pakkann og við tókum ekki nema sex stig í fyrri umferðinni í fyrra og erum komnir með sjö núna."
„Það væri ótrúlegt. Við fórum upp úr fallsæti einu sinni fyrir lokaleikinn í fyrra í 20 mínútur. Það er heima næst og áfram gakk, það er vinna 7 í fyrramálið en það er auðveldara að mæta núna með þrjú stig á bakinu," sagði hann í lokin.
Inkasso deildin - 1. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Grótta | 22 | 12 | 7 | 3 | 45 - 31 | +14 | 43 |
2. Fjölnir | 22 | 12 | 6 | 4 | 49 - 22 | +27 | 42 |
3. Leiknir R. | 22 | 12 | 4 | 6 | 37 - 28 | +9 | 40 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 9 | 7 | 6 | 28 - 20 | +8 | 34 |
5. Keflavík | 22 | 10 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 34 |
6. Þór | 22 | 9 | 7 | 6 | 31 - 30 | +1 | 34 |
7. Fram | 22 | 10 | 3 | 9 | 33 - 32 | +1 | 33 |
8. Afturelding | 22 | 6 | 5 | 11 | 30 - 37 | -7 | 23 |
9. Magni | 22 | 6 | 5 | 11 | 27 - 49 | -22 | 23 |
10. Þróttur R. | 22 | 6 | 4 | 12 | 36 - 40 | -4 | 22 |
11. Haukar | 22 | 5 | 7 | 10 | 31 - 41 | -10 | 22 |
12. Njarðvík | 22 | 4 | 3 | 15 | 23 - 44 | -21 | 15 |
Athugasemdir