Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 16. júlí 2019 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Óli: Rosalega þungu fargi af okkur létt
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Sveinn Óli Birgisson í leik með Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna á Grenivík, var gríðarlega ánægður með 3-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en þetta var annar sigur liðsins á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magnamenn hafa ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heimavelli í deildinni. Liðið hefur unnið einn leik heima og gert fjögur jafntefli.

Liðið tapaði vissulega heimaleiknum sínum gegn Keflavík en sá leikur fór fram í Boganum og því ekki spilaður í gryfjunni á Grenivík.

„Það er svosem ekki spurt að því alltaf hvernig þetta er sótt. Við erum þéttir loksins og búnir að fá ófáa skellina í sumar á útivöllum og alltaf talað um að reyna að þétta raðirnar og gera betur en það tókst í dag. Rosalega þungu fargi af okkur létt," sagði Sveinn Óli við Fótbolta.net

„Ég veit það ekki. Við erum að koma úr leik á móti Þór þar sem við þéttum raðirnar og gerðum vel en við erum búnir að liggja mikið yfir því hvað veldur. Þetta var líka svona síðasta sumar á útivöllum, unnum einn leik þá og viðurkennum að við höfum ekki haft nein svör."

„Bara mjög vel og stutt í næsta. Við erum taplausir heima og við þurfum að reyna að sækja punkta þar. Við erum vonandi komnir betur inn í pakkann og við tókum ekki nema sex stig í fyrri umferðinni í fyrra og erum komnir með sjö núna."

„Það væri ótrúlegt. Við fórum upp úr fallsæti einu sinni fyrir lokaleikinn í fyrra í 20 mínútur. Það er heima næst og áfram gakk, það er vinna 7 í fyrramálið en það er auðveldara að mæta núna með þrjú stig á bakinu,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner