
Miðjumaðurinn Emil Berger hefur yfirgefið herbúðir Leiknis í Breiðholti og mun ekki spila með liðinu á næstu leiktíð.
Þetta segir í tilkynningu félagsins í dag.
Þetta segir í tilkynningu félagsins í dag.
Berger kom til félagsins í aðdraganda leiktímabilsins í fyrra og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið á þeim tveimur tímabilum sem liðið spilaði í Bestu deildinni. Hann var með samning áfram en bað um riftun á honum eftir að liðið féll í Lengjudeildina.
Berger, sem lék áður með Fylki hér á landi, spilaði 48 leiki í deild og bikar fyrir Leikni og skoraði í þeim sjö mörk.
„Ég vil senda stórar þakkir til þjálfarana, liðsfélagana og fólksins í kringum félagið. Ekki síst til stuðningsmannana sem studdu mig gegnum tímabilin. Ég upplifði mig velkominn frá fyrsta degi. Þetta voru frábær tvö ár í Leikni sem hafa gefið mér heilmikið, bæði sem leikmaður og sem persóna. Ég mun sakna ykkar allra. Takk aftur fyrir allt saman. Ég er þess fullviss að Leiknir muni rata í efstu deild aftur áður en á löngu líður," segir Berger.
Hann var orðaður við Fram í íslenska slúðurpakkanum í október.
Athugasemdir