Knattspyrnudeild Njarðvíkur staðfesti í dag komu Óskars Atla Magnússonar frá FH.
Óskar er tvítugur sóknarmaður sem er uppalinn í FH en hann á að baki 6 leiki í efstu deild með félaginu.
Hann sótti sér meiri reynslu í sumar og fór á lán til Kórdrengja í Lengjudeildinni og spilaði þar sextán leiki og skoraði eitt mark í deild- og bikar.
Framherjinn verður áfram í Lengjudeildinni en hann er nú genginn í raðir Njarðvíkur frá FH.
Samningur Óskars við FH rann út eftir tímabilið og var honum því frjálst að finna sér nýtt félag.
Njarðvík tryggði sér sæti í Lengjudeildina í sumar með því að vinna 2. deild.
Athugasemdir