Knattspyrnudeild Fylkis hefur staðfest að Viktoría Diljá Halldórsdóttir sé búin að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.
Viktoría Diljá er 18 ára varnarmaður. Hún er uppalin í Haukum og spilaði alla leiki liðsins í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Haukar féllu en hin efnilega Viktoría verður áfram í Lengjudeildinni þar sem Fylkir endaði um miðja deild á síðustu leiktíð og stefnir hærra.
Viktoría á sex leiki að baki með yngri landsliðum Íslands og var í landsliðshópnum hjá U19 sem tryggði sig áfram í fyrri undankeppni fyrir EM 2023 í nóember.
„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Athugasemdir