Etherington lék sem vinstri kantmaður og endaði ferilinn með Stoke City. Hann lék rétt tæpa 300 úrvalsdeildarleiki á ferlinum.
D-deildarlið Colchester United, sem er með 20 stig eftir 17 umferðir í neðstu deild enska boltans, hefur ákveðið að ráða Matthew Etherington sem knattspyrnustjóra. Ekki er greint frá lengd samningsins eða öðrum atriðum.
Etherington var ráðinn til Colchester í sumar til að þjálfa unglingaliðið en var settur í þjálfarastólinn til bráðabirgða eftir að Ben Garner var rekinn í október.
Colchester hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli eftir að Garner var rekinn, en Etherington hefur stýrt liðinu í þremur af þessum fjórum leikjum. Þess vegna ákvað stjórn félagsins að ráða hann sem knattspyrnustjóra.
Etherington er 42 ára gamall og lék meðal annars fyrir Tottenham og West Ham á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Hann hefur áður starfað sem bráðabirgðastjóri hjá Peterborough United, eftir að hafa þjálfað unglingalið félagsins, og svo stýrði hann Crawley Town í einn mánuð í fyrra áður en hann sagði upp starfinu eftir slæma byrjun.
???? ???????????????????? ????????????????????????????????????????????: ???????????????? ????????????????????.
— Colchester United FC (@ColU_Official) November 16, 2023
Matty's role has been made permanent after a run of picking up ten points from a possible twelve.#ColU | #WeAreUnited
Athugasemdir