Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 19. mars 2020 15:23
Magnús Már Einarsson
Luka Jovic svindlaði á sóttkví - Lögregla rannsakar málið
Lögreglan í Serbíu vinnur að því að ná sambandi við Luka Jovic, framherja Real Madrid, eftir að hann svindlaði á að fara í sóttkví.

Allir leikmenn Real Madrid voru sendir í 14 daga sóttkví í síðustu viku eftir að leikmaður í körfuboltaliði félagsins greindist með kórónuveiruna.

Jovic ákvað að skella sér heim til Serbíu og í vikunni sást til hans á djamminu að fagna afmæli kærustu sinnar.

Þetta hefur vakið mikla reiði í Serbíu enda er Jovic ekki búinn að klára 14 daga sóttkví eins og aðrir leikmenn Real Madrid.

Lögreglan er nú komin í málið í Serbíu og Jovic gæti átt von á harðri refsingu.
Athugasemdir
banner