Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 21. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Saga sumarsins
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er bara saga sumarsins hjá okkur. Við höfum fengið á okkur tvö svona mörk í sumar og bæði hafa kostað okkur stig þegar maður liggur eftir höfuðhögg í restina en það er bara eins og það er við buðum uppá þetta.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson auðsjánlega svekktur þjálfari Grindavíkur eftir jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í kvöld 2-2 en gestirnir jöfnuðu þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma meðan Gunnar Þorsteinsson leikmaður Grindavíkur lá á vellinum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Afturelding

Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur en liðin skiptu hálfleikjum á milli sín þegar kom að því að stýra leiknum þótt færi gestanna hafi verið hættulegri. En í ljósi þess má ekki að segja að úrslitin séu sanngjörn?

„Já það má kannski segja það heilt yfir. Það voru tækifæri í þessu á báða bóga og þeir fengu sín tækifæri. Afturelding er bara með hörkulið og eru að gera þetta vel og við vissum það alveg. Við fórum inní hálfleikinn og lagfærðum ákveðna hluti sem mér fannst ganga vel. Svo skorum við mark 2-1 og þá gerist það að maður fellur aðeins til baka og þá sérstaklega þegar lítið er eftir til þess að verja. En mér fannst möguleikarnir á því að bæta við þá alveg ofboðslega margir ef einhver hefði aðeins tekið boltann niður og spilað honum bara. En svona er þetta bara.“

Talsverður hiti hljóp í liðin undir lok leiks hvort heldur sem er leikmenn á vellinum eða liðsstjórn á bekkjum og fékk dómarinn talsvert að heyra það frá báðum liðum. Var Sigurbjörn heilt yfir ósáttur við dómgæsluna í leiknum?

„Ég veit það ekki. Þeir eru bara að reyna sitt og gera sitt besta í þessu þessir gæjar og ekkert mál með það en auðvitað verður maður heitur. Þetta síðasta atvik þarna (jöfnunarmark Aftureldingar) var furðulegt og mér fannst farið nokkrum sinnum í bakið á mönnum en það er bara eins og gerist í þessum leikjum Þeir eru að reyna að standa sig þessir gæjar og ég ætla ekkert að fara að hrauna yfir einn eða neinn hérna úr dómaratríóinu.“

Sagði Sigurbjörn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner