Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. júlí 2018 12:33
Magnús Valur Böðvarsson
Arnar Már í Álftanes (Staðfest)
Arnar Már og Stefán Arinbjarnarson við undiritun félagaskiptanna
Arnar Már og Stefán Arinbjarnarson við undiritun félagaskiptanna
Mynd: Álftanes
Arnar Már Björgvinsson fyrrum sóknarmaður Breiðabliks, Stjörnunnar, Víkings Ólafsvíkur og nú síðast Fylkis er genginn í raðir uppeldisfélagsins Álftanes.

Arnar ólst upp á Álftanesi og lék með þeim uppí 4.flokk þegar hann skipti yfir í Stjörnuna þar sem hann sló í gegn 19 ára gamall og endaði sem markahæsti maður Stjörnunnar. Arnar hefur ákveðið að hjálpa uppeldisfélagi sínu við að reyna komast úr hinni geysierfiðu 4.deild og mun reynsla hans vega þungt í þeirri baráttu. Fyrir hjá félaginu er bróðir hans, Hörður Fannar sem er markvörður og var valinn besti markvörður 2.deildar í fyrra.

Þá hefur Álftanes einnig bætt við sig þeim Ingvar Gylfasyni frá Dalvík/Reyni og Trausta Eiríkssyni frá Geisla sem eiga að hjálpa Álftnesingum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner