Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 23. júlí 2018 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir lánar Sigurpál Melberg í HK (Staðfest)
Sigurpáll í leik með Fjölni.
Sigurpáll í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heldur áfram að styrkja sig í þessum félagaskiptaglugga og ljóst er að liðið ætlar sér að fara upp í Pepsi-deildina.

Sigurpáll Melberg Pálsson er kominn í Kópavoginn á láni frá Fjölni.

Sigurpáll er 21 árs varnar og miðjumaður en hann var fyrirliði Fram í Inkasso-deildinni í fyrra. Sigurpáll er uppalinn í Aftureldingu en þar spilaði hann sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki árið 2014.

Sigurpáll hefur í sumar komið við sögu í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni með Grafarvogsliðinu.

Hann fer nú í Inkasso-deildina, til HK sem er í toppbaráttu þar, reyndar er liðið á toppi deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum meira en Víkingur Ólafsvík og Þór.

HK hefur í þessum glugga bætt við sig bakverðinum Herði Árnasyni og sóknarleikmanninum Mána Austmann frá Stjörnunni auk Sigurpáls sem kemur eins og áður segir á láni frá Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner