Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. júlí 2018 12:26
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Jónsson aftur í Breiðablik frá ÍR (Staðfest)
Óskar Jónsson er kominn aftur í Kópavoginn
Óskar Jónsson er kominn aftur í Kópavoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur ákveðið að kalla miðjumanninn unga og efnilega, Óskar Jónsson, til baka úr láni frá ÍR. Hann hefur spilað tólf leiki fyrir ÍR í sumar.

Óskar, sem er 21 árs, hefur farið síðustu þrjú tímabil á láni frá Blikum en hann var hjá ÍR-ingum á síðasta tímabili auk þess sem hann var hjá Þór árið 2016.

Hann hefur spilað tíu leiki í Inkasso-deildinni í sumar og þá tvo leiki í bikar en hann hefur nú verið kallaður til baka í Kópavoginn og er því löglegur með Blikum í næsta leik.

Óskar á einn leik að baki fyrir Blika en hann spilaði í bikarnum árið 2016.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík þann 30. júlí næstkomandi í Pepsi-deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner