Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   þri 28. júlí 2020 20:43
Daníel Smári Magnússon
Jóhannes Karl: Svona er fótboltinn
Jóhannes sá margt jákvætt í leik KR
Jóhannes sá margt jákvætt í leik KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í rauninni var þetta bara hnífjafn leikur. Mér fannst við skapa okkur fleiri færi en þær hins vegar klára sitt. Það var bara vilji í báðum liðum til að sækja þrjú stig og sást að það var hellingur undir. Það lið sem að tók þrjú stig í dag er svolítið að losa sig uppúr þessum botnpakka,'' sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir 2-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 KR

Leikurinn var ekki áferðafallegur í fyrri hálfleik en bæði lið skiptu um gír í seinni hálfleik og var hann mun opnari og betur spilaður.

„Við náttúrulega bara fundum að við vorum ekki að spila okkur leik í fyrri hálfleik. Við vorum alltof mikið bara að leita að úrslitasendingunni strax og ætluðum að gera þetta einfalt. Við ræddum það í hálfleik að fara meira inní okkar fótbolta, láta boltann ganga inná miðjuna og reyna að búa eitthvað til fyrir fremstu mennina frekar en að sparka bara og vona það besta,'' sagði Jóhannes.

Sigurmark Þór/KA kom úr vítaspyrnu. Hvernig horfði dómurinn við Jóhannesi?

„Í aðdragandum hélt ég að það væri einhver rangstæða í loftinu en fyrst að það var ekki, þá var ekkert annað hægt en að gefa víti. Hún er með hendina á þannig stað að það þýðir ekkert að kvarta yfir því. Svona er fótboltinn,'' sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner