fim 30. júní 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City lét Troyes kaupa Savinho fyrir sig (Staðfest)
Savinho var afar eftirsóttur og virtist Arsenal ætla að landa honum áður en Man City skar sig í leikinn.
Savinho var afar eftirsóttur og virtist Arsenal ætla að landa honum áður en Man City skar sig í leikinn.
Mynd: Getty Images

Búist var við því að Manchester City myndi kaupa brasilíska táninginn Savinho, einnig þekktur sem Savio, frá Atletico Mineiro í sumar.


City Football Group og Atletico Mineiro komust að samkomulagi undir lok vetrarins en nú er ljóst að það er í raun franska félagið Troyes sem festir kaup á kantmanninum fima.

Troyes borgar í heildina 12,5 milljónir evra fyrir Savinho sem mun þó líklega aldrei spila fyrir félagið því hann verður lánaður beint út til PSV Eindhoven. Atletico heldur auk þess 12,5% eignarhlut í leikmanninum.

Savinho verður því væntanlega ekki keyptur til City fyrr en í framtíðinni en það verður lítið mál að færa leikmanninn á milli félaga þar sem þau eru bæði í eigu City Football Group. 

Hinn 18 ára Savinho fær að spreyta sig undir stjórn Ruud van Nistelrooy hjá PSV og verður áhugavert að sjá hvort hann muni nokkurn tímann spila heilt tímabil fyrir Troyes.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner