Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 31. maí 2022 15:28
Brynjar Ingi Erluson
Viðburðaríkt ár hjá Arnóri Snæ - „Kom fyrr í þetta en maður reiknaði með"
Arnór Snær Guðmundsson
Arnór Snær Guðmundsson
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Snær Guðmundsson lagði fótboltaskóna á hilluna fyrir tæpum þremur árum síðan. Síðasti leikur hans var gegn Víkingi R. í september 2019 en síðan þá hefur ýmislegt gerst í lífi hans og er hann í dag styrktarþjálfari Sandefjord og íslenska karlalandsliðsins.

Mosfellingurinn spilaði 219 leiki fyrir Aftureldingu, ÍA, Hvíta riddarann og Kára áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á öðrum sviðum íþróttarinnar.

Hann kom inn í þjálfarateymi ÍA undir lok tímabils 2019 og aðstoðaði Jóhannes Karl Guðjónsson. Þar var hann bæði aðstoðarmaður hans og styrktarþjálfari.

Síðasta sumar sótti hann um stöðu styrktarþjálfara hjá akademíu norska meistaraliðsins Bodö/Glimt og fékk hann starfið.

„Ég fór nú fyrst til Noregs því ég sá auglýsingu á netinu. Ég sótti um það og það var í lok júní í fyrra. Þetta hefur gerst mjög hratt á ellefu mánuðum," sagði Arnór við Fótbolta.net í dag.

Níu mánuðum seinna hætti hann hjá Bodö/Glimt og gerðist styrktarþjálfari aðalliðs Sandefjord, sem leikur í efstu deild í Noregi.

„Það var mjög sambærilegt. Ég var í akademíunni hjá Glimt og svo var laus staða í efstu deild og mig langaði að fara í fullorðinsfótbolta og ég vissi að það myndi hjálpa mér hér í þessu starfi. Ég lagði inn umsókn og fékk starfið þar líka, mjög ánægður með það."

Fékk starf hjá A-landsliðinu í kjölfarið

Tveimur vikum eftir að hann tók við stöðunni hjá Sandefjord tilkynnti Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðsins, að Arnór yrði nýr styrktarþjálfari hópsins og myndi taka við stöðunni af Tom Joel, sem hefur gegnt hlutverkinu síðustu ár.

„Virkilega skemmtilegt og markmiðið frá upphafi frá því ég byrjaði í þessu. Ég kom aðeins fyrr í þetta en maður reiknaði með. Maður lærir og er alltaf að verða betri og betri í þessu. Þetta er flott, skemmtilegt starf, gaman að fá að ferðast og vera í kringum svona flottan hóp," sagði Arnór.

En hvað er það nákvæmlega sem Arnór gerir í landsliðsverkefnunum?

„Mest lítið bara held ég. Neinei, við erum að skoða GPS-gögn, tek alla upphitun fyrir æfinga og leiki og er þjálfurum til halds og trausts með álagsstýringu og annað slíkt. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliðum en við látum þetta ganga og hjálpumst að."

Hann sinnir því báðum störfum á meðan hann er í landsliðsverkefnum og er alltaf til taks fyrir Sandefjord ef þess þarf, en sem betur fer er norska liðið í fríi núna þannig það er minna álag en venjulega.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef prufað það að fara í burtu en það gengur vel upp. Ég vinn meira á kvöldin ef ég þarf að vita utan landsliðsverkefna, sem ég geri. Ég er til taks á hóteli ef það er eitthvað sem ég þarf að gera fyrir Sandefjord núna. Ef ég á dauðan tíma á hótelinu þá reyni ég að aðstoða þá ef það er eitthvað en þeir eru í fríi núna, það er ágætt," sagði Arnór.

Hann er í góðum samskiptum við leikmenn fyrir verkefni og sér til þess að þeir mæti heilir í verkefnin.

„Ég er í góðum samskiptum við fitnessþjálfara hjá leikmönnum félagana og frekar stórum hópi. Leikmenn sem eru kannski ekki valdir núna og yngri leikmenn líka. Við erum í ágætum samskiptum hvað þeir eru að gera og hvernig staðan á þeim er, hvort þeir séu að æfa, meiddir eða finna til. Svo erum við í samskiptum rétt fyrir landsliðstúrneringar og þá fæ ég öll gögn og við reynum að aðstoða þá við að komast í rétta rútína svo þeir lendi ekki í því að meiðast þegar þeir koma til okkar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner