Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 31. ágúst 2022 12:41
Elvar Geir Magnússon
Fofana gerði sjö ára samning við Chelsea (Staðfest)
Fofana með Todd Boehly, eiganda Chelsea.
Fofana með Todd Boehly, eiganda Chelsea.
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur tilkynnt um kaup á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester og skrifaði hann undir sjö ára samning. Chelsea hefur verið að styrkja vörn sína og fékk Kalidou Koulibaly og Marc Cucurella fyrr í sumar.

„Síðustu tveir dagar hafa verið mjög stórir fyrir mig og ég er mjög ánægður. Ég æfði í morgun með liðinu og ég er mjög spenntur fyrir því að spila leiki fyrir félagið og stuðningsmenn," segir Fofana sem er 21 árs.

Eftir að hafa vakið athygli í heimalandi sínu með Saint-Etienne þá skapaði hann sér nafn sem einn besti ungi miðvörður Evrópu með frammistöðu sinni með Leicester.

Hann lék fantavel í bikarúrslitaleiknum 2021 þar sem Leicester vann Chelsea. Hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, segir að Fofana sé einn mest spenanndi ungi leikmaður Evrópufótboltans en kaupverðið er 75 milljónir punda. Alls hefur Chelsea eytt 250 milljónum punda í að styrkja lið sitt í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner