banner
   mið 31. ágúst 2022 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd lánar Diallo til Sunderland (Staðfest)
Amad Diallo mun spila með Sunderland á þessari leiktíð
Amad Diallo mun spila með Sunderland á þessari leiktíð
Mynd: Heimasíða Sunderland
Enska B-deildarfélagið Sunderland hefur gengið frá lánssamningi við Manchester United um Fílabeinsstrendinginn Amad Diallo.

United keypti Diallo frá Atalanta í janúar fyrir einu og hálfu ári og borgaði þá 19 milljónir punda en kaupverðið gæti hækkað upp í 37 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Hann hefur ekki riðið feitum hesti hjá United og var lánaður til Rangers á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 10 deildarleiki og skoraði 3 mörk.

Diallo mun nú reyna fyrir sér í ensku B-deildinni með Sunderland en hann gekk formlega í raðir félagsins í dag á láni út tímabilið.

Sunderland er nýliði í B-deildinni eftir að hafa unnið umspilið í C-deildinni. Liðið hefur byrjað tímabilið ágætlega. Liðið er í þessum skrifuðu orðum að vinna Rotherham 1-0 og gæti það fleytt liðinu upp í 7. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner