Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. september 2010 08:24
Magnús Már Einarsson
Finnur Ólafsson: Fótboltaleikur eins og hver annar leikur
Finnur Ólafsson.
Finnur Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Við þurfum að taka þrjú stig í þessum leik og treysta á að Blikarnir misstígi sig. Við þurfum að klára okkar," sagði Finnur Ólafsson miðjumaður ÍBV en liðið mætir Selfyssingum í Pepsi-deildinni klukkan 17:15 í dag.

,,Ég sá ekki FH-Selfoss en ég er búinn að heyra að Selfyssingarnir voru ef eitthvað er betri þannig að þetta verður virkilega erfiður leikur og við þurfum að eiga toppleik til að sigra."

Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna 3-0 en Finnur býst ekki við slíkum tölum í kvöld.

,,Þeir eru með allt annað lið núna. Þrátt fyrir að við höfum unnið þá 3-0 í Eyjum síðast þá var það erfiður leikur."

Eyjamenn eru fyrir leikinn í öðru sæti, stigi á eftir Breiðablik en Finnur segir að spennan sé ekki að fara með leikmenn liðsins.

,,Þetta er fótboltaleikur eins og hver annar leikur og við förum í þennan leik til að vinna hann. Við erum ekkert að stressa okkur fyrir þennan leik þó að það sé lítið eftir af mótinu."
banner
banner