Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 21. ágúst 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Sigurbjörn Hreiðars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sigurbjörn (til vinstri) varð bikarmeistari um síðustu helgi.
Sigurbjörn (til vinstri) varð bikarmeistari um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aguero skorar tvö samkvæmt spá Sigurbjörns.
Aguero skorar tvö samkvæmt spá Sigurbjörns.
Mynd: Getty Images
Páll Magnússon var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu viku.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, spáir í leikina að þessu sinni en hann varð bikarmeistari með lærisveinum sínum um síðustu helgi.



Manchester United 2 - 1 Newcastle (11:45 á morgun)
Manchester United siglir þessu heim á stemningunni. Þeir byrja vel og vinna 2-1.

Crystal Palace 3 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Selhurst Park er erfiður völlur og Pardew kann þetta á meðan Aston Villa liðið er andlaust.

Leicester 2 - 2 Tottenham (14:00 á morgun)
Leicester er á miklu skriði og þetta verða að teljast góð úrslit fyrir Tottenham í ljós þess.

Norwich 2 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Mér þykir vænt um Kanarífugla Össurs Skarphéðinssonar. Þeir verða í stuði og vinna.

Sunderland 1 - 3 Swansea (14:00 á morgun)
Gylfi setur eitt og leggur upp eitt. Þetta verður auðveldur dagur fyrir Walesverjana.

West Ham 0 - 1 Bournemouth (14:00 á morgun)
West Ham er ennþá í skýjunum eftir fyrsta leik og Bournemouth gerir sér lítið fyrir og vinnur. Þeir skora eitt snemma og pakka síðan í vörn.

WBA 0 - 2 Chelsea (12:30 á sunnudag)
Pedrof frískar upp á sóknarleik Chelsea og það skilar sigri

Everton 0 - 3 Manchester City (15:00 á sunnudag)
City er á þvílíku flugi og Everton á ekki séns. Sergio Aguero skorar tvö.

Watford 1 - 1 Southampton (15:00 á sunnudag)
Ronald Koeman nær aðeins að koma sínum mönnum af stað og bæði lið verða nokkuð ánægð með 1-1 jafntefli.

Arsenal 2 - 1 Liverpool (19:00 á mánudag)
Liverpool heldur áfram að skora eitt mark en það dugar ekki gegn Arsenal sem jafnar Liverpool að stigum.

Fyrri spámenn:
Páll Magnússon (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner