Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 14. ágúst 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Páll Magnússon spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Páll Magnússon.
Páll Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hazard klárar Manchester City samkvæmt spánni.
Hazard klárar Manchester City samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst um síðustu helgi en Tómas Þór Þórðarson fékk fjóra rétta sem spámaður vikunnar.

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er harður Chelsea maður.

2. umferðin dreifist á fjóra daga en hún hefst í kvöld og lýkur á mánudag.

Aston Villa 1 - 1 Manchester United (18:45 í kvöld)
Mér fannst United vera mjög ósannfærandi í fyrsta leik og þeir ná ekki meira en jafntefli.

Southampton 1 - 2 Everton (11:45 á morgun)
Everton er með solid og flott lið.

Sunderland 1 - 1 Norwich (14:00 á morgun)
Þetta eru lið sem verða í neðri kantinum og eru ekki líkleg til stórræða.

Swansea 3 - 1 Newcastle (14:00 á morgun)
Gylfi skorar tvö mörk. Þegar Gylfi er góður þá spilar liðið vel. Maður sá það gegn Chelsea um daginn að þetta er flott lið og þeir eiga eftir að gera góða hluti í vetur.

Tottenham 2 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Tottenham er með mjög góða einstaklinga og betra lið.

Watford 2 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Watford náði fljúgandi starti með jafntefli gegn Everton og þeir vinna þennan leik.

West Ham 0 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Þetta verður daufur leikur.

Crystal Palace 0 - 1 Arsenal (12:30 á sunnudag)
Það er varla hægt annað en að spá Arsenal sigri. Lið sem er svona mannað hlýtur að gera eitthvað meira en í fyrsta leik sem var herfilegur.

Manchester City 1 - 2 Chelsea (15:00 á sunnudag)
Ég verð að spá Chelsea sigri. Þetta verður rosalegur leikur þar sem Hazard skorar sigurmarkið.

Liverpool 2 - 0 Bournemouth (19:00 á mánudag)
Liverpool er á heimavelli og hlýtur að vinna. Þetta er skyldusigur.

Fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðrarson (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner