Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 07. ágúst 2015 16:30
Fótbolti.net
Tómas Þór spáir í fyrstu umferð enska boltans
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ranieri verður rekinn.
Ranieri verður rekinn.
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður hjá 365 og annar umsjónarmanna útvarpsþáttarins Fótbolti.net, ríður á vaðið þetta tímabilið og er spámaður fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Boltinn byrjar að rúlla á morgun og það er spenna í lofti.

Manchester United 1 - 1 Tottenham (laugardag 11:45)
Tottenham kemst yfir með marki sem skrifast á vörn og markvörslu heimamanna. United sækir svo meira í seinni hálfleik og treður inn einu marki.

Bournemouth 2 - 0 Aston Villa (laugardag 14)
Það er alveg gefið að litla liðið, sem er reyndar mjög vel saman sett ef fólk skoðar það betur, vinni fyrsta leik og það á heimavelli. Villa-liðið mætir slakara til leiks en í fyrra. Hélt að það væri ekki hægt.

Everton 1 - 0 Watford (laugardag 14)
Sögulega fer ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni verr af stað í fyrstu umferð en Everton. Það er heppið að fá "one and done"-nýliða Watford í heimsókn. Verður arfadapur fótboltaleikur held ég en Martínez mer sigur.

Leicester 1 - 2 Sunderland (laugardag 14)
Refirnir vinna ekki marga fótboltaleiki áður en Ranieri verður rekinn og vesenið hefst strax í fyrstu umferð þegar Adam Johnson og félagar ná í þrjú stig á King Power.

Norwich 1 - 3 Crystal Palace (laugardag 14)
Eru ekki allir búnir að poppa?

Chelsea 2 - 0 Swansea (laugardag 16:30)
Þó metið hans Mourinho hafi verið eyðilagt í fyrra er Chelsea ekkert mikið í því að tapa heimaleikjum. Svo sáum við alveg í fyrra að Swansea er ekki tilbúið í að vinna Chelsea á Brúnni. Þarf ekki alltaf að segja að Gylfi skori? Hann hamrar í slána og niður en marklínutæknin dæmir það úti. Verður samt bestur í liði Swansea.

Newcastle 2 - 2 Southampton (sunnudag 12:30)
Erfiður leikur að spá í. Ég trúi að Wally with a Brolly geri eitthvað hjá Newcastle. Að sama skapi hef ég áhyggjur af mínum mönnum í Southampton. Árni Hallgríms opnar tvær Tab því Dýrlingarnir komast tvisvar yfir en Newcastle jafnar í seinna skiptið í uppbótartíma.

Arsenal 3 - 0 West Ham (sunnudag 12:30)
Yfirlýsing frá Arsenal strax í fyrsta leik.

Stoke 1 - 2 Liverpool (sunnudag 15)
Ætti ekki að vera erfitt fyrir Brendan að peppa menn í leikinn. Hann þarf bara að setja spóluna í frá síðustu heimsókn og ýta á play. Erfiður útileikur að byrja á fyrir Liverpool en gott að klára heimsóknin á Brittania sem fyrst.

West Brom 0 - 2 Manchester City (mánudag 19)
The Albion verst og verst og verður voða skipulagt. Svo skorar City tvö mörk í frekar tíðindalitlum fótboltaleik.
Athugasemdir
banner
banner