Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 22. desember 2016 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 101 Great Goals 
Lifði flugslysið af eftir að hafa breytt um sæti
Alan Ruschel hér í leik með Chapecoense.
Alan Ruschel hér í leik með Chapecoense.
Mynd: Getty Images
Frá slysstað í Kólumbíu.
Frá slysstað í Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Alan Ruschel er einn af þeim sárafáu sem lifði flugslysið í Kólombíu af, en hann er nú kominn af spítala og vinnur í að koma sér aftur í stand til þess að spila fótbolta á nýjan leik.

Eins og eflaust flestir vita þá hrapaði flugvél sem átti að flytja brasilíska liðið Chapecoense frá Brasilíu yfir til Kólombíu á dögunum og lést 71 af þeim sem voru um borð, en sex lifðu slysið af og þar á meðal Ruschel.

Ruschel fékk að fara af spítalanum um síðustu helgi, en hann segir að markvörðurinn Jackson Follm­an hafi bjargað lífi sínu.

„Jackson Follman kallaði á mig og bað mig um að setjast við hliðina á sér og ég gerði það vegna þess að þetta var hann. Ég hef þekkt hann frá árinu 2007, þannig að ég fór út sætinu mínu og settist við hlið hans. Á því augnabliki var lífi mínu bjargað," sagði Ruschel.

Follman lifði einnig slysið af, en hann missti annan fót sinn í kjölfarið. Þeir tveir lifðu slysið ásamt varnarmanninum Helio Neto.

Ruschel segir að flugið hafi framan af verið venjulegt, en það breyttist svo snögglega.

„Þetta var rólegt og venjulegt flug, en á svipstundu slógu ljósin út og það kviknaði á neyðarljósunum. Ég spurði Helio Neto (annan leikmann sem lifði slysið af) hvort að hann hefði heyrt eitthvað (frá flugstjórnarklefanum), hann sagði nei. Hann byrjaði síðan að biðja til guðs um að vernda okkur alla. Ég man ekkert eftir það," sagði Ruschel um flugið.

Sjá einnig:
Myndband: Farinn af spítalanum 18 dögum eftir flugslysið
Athugasemdir
banner
banner
banner