Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   lau 17. desember 2016 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Myndband: Farinn af spítalanum 18 dögum eftir flugslysið
Ruschel hér í leik með Chapecoense.
Ruschel hér í leik með Chapecoense.
Mynd: Getty Images
Alan Ruschel, varnarmaður Chapecoense, hefur lokið spítalavist sinni 18 dögum eftir flugslysið í Kólumbíu þar sem 71 fórust, þar af 19 af liðsfélögum hans.

Ruschel, sem er 27 ára, var einn af þeim fáu sem lifðu af, en hér að neðan má sjá myndband af því þegar hann yfirgefur spítalann sem hann dvaldi á í Chapeco.

Hann var útskrifaður af spítalanum í gær og fékk að fara heim. Búist er við því að hann haldi áfram endurhæfingu sinni heima.

Leikmaðurinn mun halda blaðamannafund í dag á heimavelli Chapecoense, en það er enn óljóst hver framtíð hans í fótboltanum er.

Liðsfélagi Ruschel, hann Neto, er enn á spítala, en hann er þungt haldinn

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Ruschel yfirgefur spítalann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner