Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 28. ágúst 2017 07:45
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar: Andri Rúnar í fimmta sinn
Gunnar Nielsen er í markinu.
Gunnar Nielsen er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andri Rúnar heldur áfram að raða inn.
Andri Rúnar heldur áfram að raða inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
17. umferð Pepsi-deildarinnar var leikin á einu bretti í gær. Valsmenn gátu brosað í hring eftir umferðina enda óhætt að segja að þeir hafi aðra lúkuna á Íslandsmeistarabikarnum eftir umferðina.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Orri Sigurður Ómarsson, Dion Acoff og Patrick Pedersen eru allir í liði umferðarinnar eftir 3-2 útisigur gegn ÍBV. Patrick skoraði tvö í leiknum og lagði upp þriðja markið sem Dion skoraði.



Fjölnismenn náðu í gríðarlega mikilvæg þrjú stig með sigri gegn Víkingi Reykjavík og vel við hæfi að Ágúst Gylfason sé þjálfari umferðarinnar. Mario Tadejevic átti frábæran leik en maður leiksins var varamaðurinn Birnir Snær Ingason sem kom inn af bekknum með mark og fiskaði aukaspyrnu sem skorað var upp úr.

Stjörnumenn og FH-ingar voru svekktir eftir 1-1 jafntefli í stórleiknum í Garðabæ. Maður leiksins var án vafa Gunnar Nielsen, markvörður FH.

KA vann 5-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrennu ásamt því að leggja upp annað af þeim mörkum sem Almarr Ormarsson skoraði.

Aron Bjarnason var maður leiksins þegar Breiðablik vann ÍA og Andri Rúnar Bjarnason skoraði frábært mark þegar Grindavík og KR gerðu 2-2 jafntefli. Þetta er í fimmta sinn sem hann er í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner