Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 09. maí 2017 10:30
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar: Stjörnumenn fjölmennastir
Alex Þór Hauksson var frábær í liði Stjörnunnar gegn ÍBV.
Alex Þór Hauksson var frábær í liði Stjörnunnar gegn ÍBV.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Þorsteinsson lagði upp tvö mörk fyrir Grindavík gegn Víkingi R.
Gunnar Þorsteinsson lagði upp tvö mörk fyrir Grindavík gegn Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hans Viktor fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.
Hans Viktor fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annarri umferðinni í Pepsi-deildinni lauk í gærkvöldi. Eftir hverja umferð opinberum við úrvalslið sem sett er saman eftir áliti fréttaritar okkar á völlunum.

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari umferðarinnar eftir 5-0 sigur Stjörnunnar á ÍBV. Stjörnumenn eru fjölmennir í liðinu því Daníel Laxdal, Jósef Kristinn Jósefsson, Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson fá allir sæti þar eftir góða frammistöðu gegn Eyjamönnum.



Grindavík vann góðan 2-1 útisigur á Víkingi R. Gunnar Þorsteinsson lagði upp bæði mörk Grindvíkinga og Kristijan Jajalo var öflugur í markinu.

Guðjón Pétur Lýðsson og Dion Acoff voru bestu menn Vals í 4-2 sigri liðsins á ÍA á Akranesi.

Skúli Jón Friðgeirsson skoraði og var besti maður KR í 2-1 útisigri á Víkingi Ólafsvík. Hans Viktor Guðmundsson skoraði sigurmark Fjölnis gegn Breiðabliki með bakinu. Hans átti einnig góðan dag í vörninni.

Hallgrímur Mar Steingrímsson var síðan bestur hjá nýliðum KA í 2-2 jafntefli gegn FH á útivelli en hann skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner