Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 20. júní 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 8. umferðar: Fjórir frá Ólafsvík
Eiður Aron Sigurbjörnsson átti flotta frammistöðu í varnar Vals.
Eiður Aron Sigurbjörnsson átti flotta frammistöðu í varnar Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar er í úrvalsliðinu í þriðja sinn.
Andri Rúnar er í úrvalsliðinu í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur Ólafsvík á flesta fulltrúa í úrvalsliði 8. umferðar Pepsi-deildarinnar, fjóra fulltrúa eftir 2-1 sigur liðsins gegn Stjörnunni. Úrslit sem fáir bjuggust við.

Einn af fjórmenningunum er þjálfarinn Ejub Purisevic sem er þjálfari umferðarinnar eftir þennan öfluga sigur.



Í markinu er Cristian Martínez, Nacho Heras er í vörninni og í sóknarlínunni er Þorsteinn Már Ragnarsson sem lagði upp bæði mörk Ólsara og var óhemju duglegur.

Valsmenn tróna á toppi deildarinnar og unnu 1-0 sigur gegn KA. Haukur Páll Sigurðsson var valinn maður leiksins og þá átti Eiður Aron Sigurbjörnsson flottan leik í hjarta varnarinnar. Eiður að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Val í Pepsi-deildinni.

Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur á ÍBV og eru í öðru sæti. Andri Rúnar Bjarnason heldur áfram að vera magnaður. Hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Þá átti Sam Hewson frábæran leik á miðjunni.

Davíð Kristján Ólafsson í Breiðabliki var valinn maður leiksins í 1-1 jafnteflinu gegn KR.

Í Hafnarfirði gerðu FH og Víkingur R. 2-2 jafntefli. Arnþór Ingi Kristinsson er fulltrúi Víkinga en Steven Lennon var bestur FH-inga og er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn í sumar.

Þá vann ÍA dramatískan sigur gegn Fjölni. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti flottan leik fyrir Skagamenn og skoraði glæsilegt mark.

Sjá einnig:
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner