Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 07. júní 2017 09:15
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar: FH-ingar fjölmennastir
Davíð Þór Viðarsson var öflugur gegn Stjörnunni.
Davíð Þór Viðarsson var öflugur gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alex Freyr Hilmarsson var maður leiksins þegar Víkingur R. lagði Fjölni.
Alex Freyr Hilmarsson var maður leiksins þegar Víkingur R. lagði Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mörg lið á Íslandi hafa spreytt sig með þriggja manna vörn á þessu ári og við gerum slíkt hið sama í liði umferðarinnar í 6. umferð Pepsi-deildarinnar. Kíkjum á liðið!

Heimir Guðjónsson er þjálfari úrvalsliðsins.

Kristijan Jajalo er í markinu í þriðja skipti í sumar en hann hefur byrjað mótið frábærlega með Grindavík. Jajalo varði oft vel gegn KR í gær en þar skoraði hinn sjóðheiti Andri Rúnar Bjarnason eina markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

FH vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur á Stjörnunni á sunnudag og frammistaða þriggja leikmanna þar skilar þeim í úrvalsliðið. Um er að ræða þá Kassim Doumbia, Davíð Þór Viðarsson og mann leiksins Atla Guðnason.

Danski framherjinn Emil Lyng skoraði þrennu í 4-1 sigri Víkings Ólafsvíkur á KA en þar lagði Darko Bulatovic upp tvö mörk.

Arnþór Ari Atlason skoraði tvívegis í sigri Breiðabliks á ÍA og Alex Freyr Hilmarsson var bestur í liði Víkings R. í heimasigri á Fjölni. Sigurður Egill Lárusson og Bjarni Ólafur Eiríksson sköruðu síðan fram úr í liði Vals gegn ÍBV.

Sjá einnig:
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner