Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 02. maí 2017 09:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 1. umferðar: FH, KA og Víkingur R. áberandi
Guðmann Þórisson er í liði umferðarinnar.
Guðmann Þórisson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Dion Acoff var besti maður Vals.
Dion Acoff var besti maður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pepsi-deildin fór af stað með fullt af fjöri og áhugaverðum úrslitum. Eftir hverja umferð opinberum við úrvalslið sem sett er saman eftir áliti fréttaritar okkar á völlunum.

Þjálfari 1. umferðar er Milos Milojevic hjá Víkingi Reykjavík sem fór með sína sveit í Vesturbæinn og sótti þar óvæntan 2-1 sigur.

Halldór Smári Sigurðsson og Ívar Örn Jónsson fengu bónusstigin úr þeim leik og eru í vörninni í úrvalsliði umferðarinnar.



Í markinu er Derby Carrillo sem hafði í nægu að snúast til að tryggja ÍBV stig gegn Fjölni tíu gegn ellefu. Derby hélt hreinu og Eyjamenn náðu því jafntefli þrátt fyrir að missa Hafstein Briem af velli með rautt spjald snemma leiks.

Mesta fjörið var á Skaganum þar sem FH vann 4-2 útisigur gegn ÍA.Steven Lennon skoraði þrennu og labbar í úrvalsliðið sem besti leikmaður umferðarinnar. Skotinn Robbie Crawford átti þrusuflottan leik á miðjunni í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni og Jonathan Hendrickx sýndi flottar rispur í bakverðinum.

Eini leikmaðurinn í úrvalsliðinu sem var ekki í sigurliði er Tryggvi Hrafn Haraldsson hjá ÍA en sóknarmaðurinn ungi skoraði tvö mörk í fyrsta leik eftir að hafa aðeins náð inn einu marki í fyrra.

KA sýndi glæsilega liðsframmistöðu með sigrinum gegn Breiðabliki og í raun margir í liðinu sem gera tilkall í úrvalsliðið. Guðmann Þórisson, Aleksandar Trninic og Hallgrímur Mar Steingrímsson fá kallið.

Þá var Dion Acoff valinn maður leiksins þegar Valur vann Víking Ólafsvík 2-0 en Dion ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti og skoraði fyrra mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner