Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 16. júní 2017 10:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 7. umferðar: Nóg af Eyjamönnum og Víkingum
Alex Freyr átti frábæran leik fyrir Víkinga í gær.
Alex Freyr átti frábæran leik fyrir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur Eiríksson er í liðinu.
Bjarni Ólafur Eiríksson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fulltrúar ÍBV og Víkings R. ráða ríkjum í úrvalsliði 7. umferðar Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn unnu góðan 3-1 sigur gegn KR á meðan Víkingar fóru í Garðabæinn og lögðu Stjörnuna.

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, er valinn þjálfari umferðarinnar.



Þá eiga Eyjamenn þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; Matt Garner, Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon en sá síðastnefndi skoraði tvö mörk.

Alex Freyr Hilmarsson var valinn maður leiksins í Garðabænum og er einn af fjórum Víkingum í úrvalsliðinu. Leikmenn aftarlega á vellinum voru í aðalhlutverki í þessari umferð en við látum Ívar Örn Jónsson spila á kantinum í þessu úrvalsliði. Erlingur Agnarsson lagði upp sigurmark Víkinga og er í liðinu rétt eins og Vladimir Tufegdzic.

Ingvar Kale er í rammanum en hann var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli ÍA gegn KA á Akureyri.

Tomasz Luba átti frábæran leik í vörn Víkings Ólafsvík þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölnismönnum í Grafarvogi og Matthías Örn Friðriksson varnarmaður Grindavíkur var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn FH.

Þá er Bjarni Ólafur Eiríksson í úrvalsliðinu eftir að hafa skorað flautusigurmark þegar Valsmenn unnu Breiðablik í Kópavoginum,

Sjá einnig:
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner