Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
   mán 16. október 2017 12:25
Elvar Geir Magnússon
Jónas Guðni: Ánægjulegt að sjá unga Keflvíkinga í stórum hlutverkum
Jónas Guðni Sævarsson.
Jónas Guðni Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar ég kom aftur í Keflavík var hugsunin að hjálpa liðinu aftur upp og svo ætlaði ég að hætta. Það tókst ekki á fyrsta tímabilinu en það tókst núna og ég er feginn að þurfa ekki að pína mig í annað tímabil," sagði Jónas Guðni Sævarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Jónas Guðni lagði skóna á hilluna eftir liðið tímabil en hann verður 34 ára í næsta mánuði.

„Ég er sáttur við ferilinn þegar ég horfi til baka. Það er oft fyrsti stóri titillinn og ævintýrið sem honum fylgir sem stendur upp úr. Það var rosalegur tími að verða bikarmeistari með Keflavík 2004 og honum fylgdi skemmtilegur tími í Evrópu."

Jónas lék með KR 2008-2009 og svo aftur 2012-2015.

„Það var frábær tími sem ég átti hjá KR. Það var ákveðinn stökkpallur á mínum ferli að fara frá Keflavík til KR. Í kjölfarið kemst ég í landsliðið og fer svo í atvinnumennsku til Svíþjóðar og upplifði þann draum."

Í sumar náði Keflavík að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni þegar liðið hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar. Guðlaugur Baldursson lét af störfum sem aðstoðarþjálfari FH fyrir tímabilið og tók við Keflavík.

„Laugi hefur verið gríðarlega sterkur. Fyrsta mánuðinn sem hann kom þá tók hann hópinn alveg til sín. Hann kom inn með gæði og háan standard. Það var augljóst að hann var að koma úr umhverfi þar sem miklar kröfu og gæði voru í gangi. Hann náði að taka það með sér yfir til okkar. Svo hefur hann verið mjög stöðugur í því sem hann er að keyra á, hann hefur haldið þeirri línu sem hann hefur verið með."

Jónas Guðni segist ánægður með að liðið sé að keyra á ungum Keflvíkingum í stórum hlutverkum.

„Svo erum við með góða útlendinga. Marc (McAusland) hefur verið okkar besti leikmaður síðustu tvö árin. Hann spilar 100% í öllum leikjum og á öllum æfingum og er rosalegur leiðtogi. Svo fengum við Jeppe (Hansen) sem var markahæstur í Inkasso-deildinni. Lasse (Rise) kom inn með mikil gæði en var ekki í sínu besta formi en hann ætti að koma sér í betra stand í vetur," segir Jónas.

Einn áhugaverðasti leikmaður Keflavíkur er varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson sem er 17 ára en hann er þessa dagana á reynslu hjá Leeds og Derby á Englandi.

„Ísak er hrikalega öflugur strákur. Hann er ofboðslega mikill karakter og er fljótur að gera það sem þarf að gera. Hann gefur ekkert eftir inni á vellinum. Það er ótrúlegt hvað hann náði að halda stöðugleika miðað við hvað hann er ungur. Hann bognaði ekkert við pressu heldur hélt bara áfram að vaxa. Það hjálpar honum líka mikið að spila Marc. Þetta er strákur sem klárlega mun fara langt."

Jónas er kominn í nýtt hlutverk hjá Keflavík en hann er orðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner