Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 03. apríl 2018 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Bailly sá eini sem hleypur minna en Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er búinn að gera sex mörk og leggja tvö upp í Meistaradeildinni en vinnuframlag hans hefur ekki verið með sama hætti og frá öðrum leikmönnum.

Messi hleypur nefnilega mikið minna en aðrir leikmenn og er enginn leikmaður sem hefur hlaupið minna en hann á tímabilinu, fyrir utan Eric Bailly hjá Manchester United.

Thomas Muller og Harry Kane hafa hlaupið mest af helstu framherjum Meistaradeildarinnar og er Messi í langneðsta sæti þar.

Messi hleypur tæplega 90 metra á mínútu á meðan Muller hleypur 124 metra á mínútu.

Bailly hleypur 88.2 metra á mínútu og eru aðeins markverðir sem hlaupa minna heldur en hann og Messi.

Svissneska dagblaðið Neue Zürcher Zeitung tók tölfræðina saman og gerði topplista með bestu framherjum keppninnar til að bera saman við vinnuframlag Messi.

Vinnusömustu stjörnuframherjarnir:
1. Thomas Muller (Bayern) 124.8 m/m
2. Harry Kane (Tottenham) 117.5 m/m
3. Edinson Cavani (PSG) 116 m/m
4. Neymar (PSG) 112.2 m/m
5. Sergio Aguero (Man City) 112.1 m/m
6. Karim Benzema (Real M.) 111 m/m
7. Robert Lewandowski (Bayern) 109.6 m/m
8. Kylian Mbappe (PSG) 107 m/m
9. Cristiano Ronaldo (Real M.) 101.9 m/m
10. Aubameyang (Arsenal) 100.8 m/m
11. Romelu Lukaku (Man Utd) 99.6 m/m
12. Lionel Messi (Barcelona) 89.9 m/m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner