Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 04. apríl 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður reifst við Hasselbaink: Táraðist úr reiði
,,Náðum strax vel saman"
Hasselbaink og Eiður náðu virkilega vel saman.
Hasselbaink og Eiður náðu virkilega vel saman.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Ég held að sálir okkar hafi hist í fyrra lífi," segir Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði. um góðvin sinn og fyrrum liðsfélaga, Jimmy Floyd Hasselbaink.

Eiður Smári og Hasselbaink voru saman á mála hjá Chelsea og náðu virkilega vel saman í fremstu víglínu.

„Það var öðruvísi að spila með honum," segir Hasselbaink í samtali við Sveppa um Eið. Sveppi og Eiður hittu Hasselbaink við gerð á sjónvarpsþáttunum "Gudjohnsen" sem hægt er að finna í Sjónvarpi Símans Premium.

„Sumt kemur bara af sjálfu sér. Við náðum strax vel saman. Ég þurfti einhvern eins og hann. Ég varð að skora fyrir liðið, hann gat fært liðinu margt annað."

Þá segir Eiður:

„Verum hreinskilnir. Jimmy er ekki besti fótboltamaður sem ég hef spilað með, ekki einu sinni besti framherjinn. En fyrir mig, með mína eiginleika var hann sá besti til að spila með."

Eftirminnilegt rifrildi
Eiður og Jimmy voru góðir vinir utanvallar og eru það enn í dag.

„Við erum góðir vinir. Það var vandamál," sagði Hasselbaink léttur. „Nei, það var ekki vandamál."

En það komu líka upp vandamál hjá þeim félögum eins og Eiður greinir frá í leigubíl í Lundúnum.

„Ég man eftir einu. Þá var Jimmy ekki búinn að skora í nokkrum leikjum og í einu tilviki ákvað ég að skjóta á markið en að gefa á hann. Hann var pirraður en svo fæ ég boltann og skoraði. Allir fögnuðu en hann kom til mín og sagði, 'Ertu ánægður núna? Hvernig væri að gefa á mig einhvern tímann?'."

„Ég var að fagna markinu, ég var brjálaður. Ég sagði ekki neitt inn á vellinum en þegar við komum inn í klefa byrjum við að rífast á hollensku. Ég verð sjaldan rosalega reiður en þarna varð ég svo reiður að ég táraðist."

„Ég trylltist. Ég sagði, 'Þú verður að átta þig á því Jimmy að mitt lifibrauð er að láta þig skora. Ég er búinn að gera það allt tímabilið. Að þú skulir voga þér'."

„Við töluðum ekki saman eftir leik og fórum okkar leið. Við sættumst daginn eftir. Svo kom þáverandi kona hans og sagði að hann hefði verið ótrúlega sár fyrir að láta mig heyra það," sagði Eiður að lokum.


Athugasemdir
banner
banner