Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 09. september 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Michael Owen: England hefur misst trúna
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
Michael Owen segir að enska þjóðin hafi misst trúna á enska landsliðið. Hann telur að sífelld vonbrigði á stórmótum sé um að kenna.

„Allir í þessu herbergi, stuðningsmennirnir, við, höfum misst trú á landsliðinu," sagði Owen á Soccerex ráðstefnunni í Manchester.

„Ég tel að við munum ekki fá trúna aftur fyrr en liðið gerir eitthvað merkilegt á stórmóti."

Áhuginn á enska landsliðinu er í sögulegri lægð en liðinu tókst þó að vinna 2-0 sigur gegn Sviss í gær.

„Þetta hefur verið frekar lélegt í langan tíma. Ein góð úrslit breyta ekki áliti fólks, það er enn mikið til stefnu. Það er þó jákvætt að í leiknum í gær spiluðu leikmenn sem eiga eftir að vera í þessu liði í langan tíma," sagði Owen og nefndi þar sérstaklega Raheem Sterling hjá Liverpool og Ross Barkley hjá Everton.

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins segir leikmenn gera sér grein fyrir því að enn sé nóg til stefnu.

„Það verða áfram einhverjir gagnrýnendur sem eru neikvæðir og við verðum bara að halda okkar vinnu áfram," segir Wilshere.
Athugasemdir
banner
banner