Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 09. desember 2014 07:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar Már: Jón Guðni er fáránlega góður
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jón Guðni Fjóluson átti frábært tímabil í hjarta varnarinnar hjá Sundsvall sem komst upp í efstu deild Svíþjóðar á liðnu tímabili. Margir muna eftir Jóni sem lykilmanni í U21-landsliðinu sem komst í lokakeppni EM 2011.

Síðan hefur hann ekki verið mikið í sviðsljósinu en liðsfélagi hans hjá Sundsvall, Rúnar Már Sigurjónsson, fór fögrum orðum um hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Hann var bestur í fyrra og var bestur í ár líka. Nánast á hverri æfingu þegar hann er að gera einhverja hluti þá hugsa ég út í hvað í andskotanum hann sé að gera hérna. Hann er það góður," segir Rúnar og talar um að Jón Guðni hafi allt sem góður miðvörður þarf að hafa.

„Hann hleypur hraðast í liðinu og hoppar hæst. Þú ert með stóran örvfættan hafsent sem getur skipt boltanum þegar hann vill og límt hann á menn. Hann er bara fáránlega góður."

„Ég er mjög ánægður með að hann verði áfram hjá okkur því það hafa verið lið á eftir honum, bæði frá Svíþjóð og Noregi. Hann er mjög góður liðsfélagi og vinur. Það er rosalega þægilegt fyrir mig sem miðjumann að hafa hann fyrir aftan mig. Svo er hinn hafsentinn líka mjög góður, þetta eru tveir bestu gæjarnir í liðinu."

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Rúnar úr útvarpsþættinum.
Athugasemdir
banner
banner