Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 15. september 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho brjálaður út í Pogba - De Vrij til Liverpool?
Powerade
Stefan de Vrij er orðaður við Liverpool.
Stefan de Vrij er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pogba gerði Mourinho reiðan.
Pogba gerði Mourinho reiðan.
Mynd: Getty Images
Kíkjum á föstudags slúðrið!



Real Madrid ætlar að reyna aftur að fá David de Gea (26) markvörð Manchester United og Eden Hazard (26) frá Chelsea næsta sumar. (Goal)

De Gea var að flytja í nýtt hús í Manchester en að þykir ýta undir að hann sé ekki á förum. (Sun)

Alexis Sanchez (28), leikmaður Arsenal, ætlar að hafna tilboði frá Real Madrid og ganga í raðir Manchester City. (Daily Mirror)

Real vill fá Sanchez en framherjarnir Robert Lewandowski hjá Bayern, Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund og Andrea Belotti hjá Torinio eru einnig á óskalistanum. (Sun)

Liverpool ætlar að reyna að fá Stefan de Vrij (25) varnarmann Lazio í sínar raðir í janúar. (Talksport)

Newcastle ætlar að bjóða fyrirliðanum Jamaal Lascelles (23) nýjan fmim ára samning. (Telegraph)

Timo Werner (21), framherji RB Leipzig, segist vilja spila fyrir stórt félag í framtíðinni. Liverpool hefur augastað á Werner en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid. (Yahoo)

Santos í Brasilíu fékk átta milljónir punda eftir að PSG keypti Neymar á 200 milljónir punda frá Barcelona í sumar. (ESPN)

Vincent Janssen, framherji Tottenham, hafnaði ekki WBA til að fara til Fenerbahce á láni eins og orðrómur hefur verið um. WBA reyndi ekki að krækja í Janssen. (Birmingham Mail)

Real Madrid er að kaupa Ricardo Rodriguez (17) frá Gremio í Brasilíu. (Daily star)

Harry Redknapp, stjóri Birmingham segist ekki vera undir pressu þrátt fyrir aðeins einn sigur í fyrstu sjö leikjum tímabilsins í Championship deildinni. (Talksport)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er brjálaður út í Paul Pogba (24) fyrir að hlusta ekki á læknlið félagsins áður en hann meiddist aftan í læri gegn Basel. Pogba verður frá í sex vikur en hann hefur lengi verið tæpur aftan í læri. (Sun)

Isco er með 622 milljóna punda riftunarverð í nýjum samningi sínum hjá Real Madrid. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner