Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 22. apríl 2016 13:39
Elvar Geir Magnússon
„Eiganda Arsenal er sama hvort liðið vinnur titla eða ekki"
Stuðningsmenn Arsenal heimta Wenger burt!
Stuðningsmenn Arsenal heimta Wenger burt!
Mynd: Getty Images
Það var fullt af lausum sætum á Emirates leikvanginum í gær þegar Arsenal vann West Bromwich Albion. Það fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem telja að Arsene Wenger, stjóri liðsins, ætti að víkja.

Lengi vel var Arsenal að taka í titilbaráttunni á þessu tímabili en er nú tíu stigum á eftir toppliði Leicester. Margir ársmiðahafar skildu sætin sín eftir tóm í gær og fjöldi þeirra sem mættu á leikinn létu óánægju sína í ljós.

Ársmiðahafi til 24 ára, Charlie Kenward, skrifar pistil í Mirror í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann hafi ekki mætt á leikinn í gær.

„Pabbi minn hefur verið ársmiðahafi allt sitt líf og talar nú um að hætta því. Hann hefur horft á Arsenal í 55 ár en er búinn að fá nóg," segir Kenward.

„Með bandaríska auðkýfingnum Stan Kroenke höfum við stjórnarformann sem virðist ekki vera fótboltaáhugamaður. Það er ljóst að Arsenal snýst ekki lengur um fótbolta heldur viðskipti. Eigandanum virðist sama hvort liðið vinnur titla eða ekki svo lengi sem það endi í topp fjórum."

Varðandi Wenger segir Kenward að hann hafi fært stuðningsmönnum mörg ógleymanleg augnablik.

„Eftir að hann tók við 1996 urðum við góðu vanir með toppleikmönnum, skemmtilegum fótbolta og titlum. Tími Arsene Wenger er liðinn. Ég elska hann en hann er kominn að leiðarlokum. Hann talar alltaf um óheppni þegar staðreyndin er sú að liðið er ekki að spila nægilega vel. Ef hann verður áfram næsta tímabil mæti ég ekki á leiki. Jose Mourinho sagði á sínum tíma að Wenger væri „sérfræðingur í að mistakast". Ég var ekki sammála honum þá en það er leiðinlegt að viðurkenna að hann hafði rétt fyrir sér"

Kenward telur að leikurinn sem öllu hafi breytt hafi verið 2004 á Old Trafford. Manchester United vann 2-0 sigur í þeim leik og stöðvaði 49 leikja hrinu Arsenal án ósigurs. Eftir þennan leik hafi allt legið niður á við.
Athugasemdir
banner
banner
banner