Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 22. apríl 2024 21:06
Hafliði Breiðfjörð
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Mynd: Hrefna Morthens
„Það er svo margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Ég er mjög ánægður því við vorum að keyra á þær," sagði Jonatahn Glenn þjálfari Keflavíkur eftir 3 - 0 tap úti gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Það er margt jákvætt sem ég sá fyrir framtíðina. Við erum með marga unga leikmenn sem spiluðu í dag, Keflavíkurstelpur sem sýndu karakter, baráttu og gæði. Það er margt jákvætt úr leiknum."

Fóruð þið inn í þennan leik með þá trú að þið gætuð unnið leikinn?

„Algjörlega, við spiluðum við þær á undirbúningstímabilinu og þá lauk leiknum 2-1 og við vorum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Við komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn. Við sköpuðum færi og pressuðum vel á þær. Þær eru með marga gæðaleikmenn og mörkin þeirra komu eftir færslur sem við getum unnið í að loka á. Það eru miklir hæfileikar í leikmannahópi Breiðabliks."

Hann var ekki alveg sáttur við Arnar Ingva Ingvarsson dómara leiksins.

„Nokkrum sinnum braut Breiðablik af sér til að stoppa hraðar sóknir okkar en það var aldrei flautað. Þær voru alltaf að gera þetta, vel valin brot til að stoppa okkur. Þegar við gerðum það var hinvegar strax flautað," sagði hann.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner